Fréttir

Heklan skorar á ráðherra ferðamála
Sunnudagur 31. maí 2015 kl. 06:00

Heklan skorar á ráðherra ferðamála

Á fundi stjórnar Heklunnar sem haldinn var sl. föstudag var fjallað um úthlutun fjármuna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum frá 26. maí sl. Eftirfarandi var bókað:

„Stjórnin tekur undir eftirfarandi ályktun Reykjanes jarðvangs frá 29.05.2015 en þar segir; Stjórn Reykjanes jarðvangs fagnar auknum framlögum til uppbyggingar ferðamannastaða á Íslandi. Stjórnin gerir hins vegar athugasemd við að aðeins sé úthlutað til ferðamannastaða í eigu og umsjón ríkisins. Sérstaka athygli vekur að engin framlög eru til verkefna á Reykjanesi en Reykjanesskagi er þriðji fjölsóttasti landshlutinn af ferðamönnum. Reykjanesfólkvangur er á rauðum lista Umhverfisstofnunar og landssvæðið að mestu í eigu ríkisins. Verkefni þaðan ættu því að uppfylla allar forsendur sem settar voru fyrir úthlutuninni. Stjórn Reykjanes jarðvangs ályktar að mistök hljóti að hafa átt sér stað við úthlutunina sem verði leiðrétt strax. Stjórnin skorar jafnframt á ráðherra ferðamála við að bæta úr þessu þegar í stað og býður fram aðstoð sína“.

Sjónvarp Víkurfrétta // 20. þáttur 2015 // fimmtudagurinn 28. maí 2015