Hiti yfir frostmarki

Norðaustan og austan 5-15 m/s norðanlands, hvassast á annesjum, og slydda eða rigning en síðar él. Austan og suðaustan 5-10 sunnantil og skúrir eða rigning með köflum. Fremur hæg suðaustan átt á morgun. Úrkomulaust á Norðurlandi en annars skúrir eða slydduél. Hiti 1 til 7 stig sunnantil, en kringum frostmark norðanlands.