Hjólreiðamenn komnir á Selfoss

Þeir fjórir sem leggja þá þrekraun að baki að hjóla hringinn eru þeir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, Jóhannes A. Kristbjörnsson, rannsóknarlögreglumaður í Keflavík, Júlíus Júlíusson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og Gestur Pálmason, lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli.
Meðfylgjandi mynd var tekin í nótt af lögreglunni í Keflavík þegar fjórmenningarnir voru að ljúka við Reykjanesbrautina. Við höldum áfram að fylgjast með ferð þeirra en þeir eru í þessum skrifuðum orðum staddir á Selfossi.
Mynd: Sigurður Bergmann
