Hleðslubox komin í Vatnaveröld og Reykjaneshöll

Hleðsluboxið er sjálfsali sem hleður upp rafhlöðu í tækjum eins og GSM símum, Ipod, Blackberry, MP3 spilurum og PSP, inni í læstu öryggishólfi. Hleðsluboxin verða til staðar á stöðum þar sem fólk er mikið á ferðinni, eins og á kaffihúsum, líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, verslanamiðstöðvum, veitingahúsum, hótelum, sjúkrahúsum og fleiri stöðum. Viðskiptvinur getur skilið tækið eftir áhyggjulaus á meðan hann sinnir öðrum erindum.
Það kostar kr. 200 að hlaða í hleðsluboxinu og er hægt að greiða beint með smámynt í sjálfsalann eða senda sms og þjónustan verður gjaldfærð á símreikning.
Hleðslubox verður jafnframt sett fljótlega upp á Bókasafni Reykjanesbæjar.
Af vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is