Höfðingleg gjöf til HSS

Tækin vinna súrefni úr andrúmsloftinu og eru mun meðfærilegri en hefðbundnir súrefniskútar. Þessa höfðinglega gjöf gefur Sigurður í minningu eiginkonu sinnar, Auðar Bertu Sveinsdóttur og sonar þeirra, Sveins Wium Sigurðssonar. Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri á D-deild og Sigurður Árnason læknir tóku við gjöfinni fyrir hönd HSS. Þau eru á meðfylgjandi mynd til sitthvorrar handar gefandanum og tækin eru í forgrunni.