Fimmtudagur 9. september 1999 kl. 13:13
HRAFN SVEINBJARNARSON Í HEIMAHÖFN EFTIR TÍU ÁRA ÚTLEGÐ

Dýpkunarframkvædum við höfnina í Grindavík er nú lokið og Hrafn Sveinbjarnason GK, sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út, komst því til heimahafnar þann 7.september. Skipið hefur aldrei komið til heimahafnar í þau tíu ár sem Þorbjörn hf. hefur gert það út því höfnin var of grunn fyrir skip af þessari stærð.