Fréttir

Laugardagur 10. desember 2005 kl. 13:51

Húðflúrtækjum stolið í innbroti í Keflavík

Tilkynnt um innbrot í Húðflúr og Götun við Hafnargötu í Keflavík í gærmorgun. Innbrotið hafði verið framið nóttina áður. Þar hafði verið stolið fartölvu, peningum, myndavél, DVD myndum, skartgripum og húðflúrsvélum.

Ekki er vitað hver var þarna að verki.