Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Hundruð grindhvala undir Stapanum
Laugardagur 28. júlí 2012 kl. 12:27

Hundruð grindhvala undir Stapanum

Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun undir Stapanum neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Áætlar fólk á staðnum að þarna séu á milli 2-300 hvalir sem virðast vera í miklu æti.

Sérkennileg hljóð berast frá hvaðavöðunni en fjölmargir hafa lagt leið sína á staðinn til að berja hvalina augum en sýn sem þessi er sjaldgæf á þessum slóðum.

Viðreisn
Viðreisn

Víkurfréttir munu birta myndband af sjónarspilinu innan skamms hér á vef sínum en að neðan má sjá nokkrar ljósmyndir sem fréttamenn tóku á staðnum.

VF-myndir: Hilmar Bragi og Eyþór Sæmundsson

Fjöldi fólks hefur horft á magnað sjónarspilið.