Föstudagur 16. maí 2003 kl. 21:30
Hvaða vindátt er þetta?

Það er óhætt að segja að það blási úr öllum áttum á Suðurnesjum! Þessi sérstöku veðurbrigði myndaði ljósmyndari Víkurfrétta fyrir framan Hótel Keflavík nú síðdegis. Þegar fánar í fánaborgum framan við hótelið voru skoðaðir sést að þeir vísa í gagnstæðar áttir. Fánarnir nær á myndinni vísa til suðurs, meðan þeir fjær vísa í norður. Okkur er því spurn hvaða vindátt þetta sé? Steinþór Jónsson hótelstjóri er reyndar frægur fyrir samband sitt viðveðurguðina eins og tugþúsundir manna þekkja frá undanförnum Ljósanóttum í Reykjanesbæ. Hvort veðurguðirnir hafi eitthvað verið að leika sér framan við hótelið hans Steina skal ósagt látið.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson