Fréttir

Fimmtudagur 13. febrúar 2003 kl. 08:56

Hvassara síðdegis

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring gera ráð fyrir sunnan og suðaustan 10-15 m/s, en 13-18 síðdegis. Skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Suðlæg átt, 8-15 m/s, en 13-18 vestantil síðdegis. Léttir heldur til norðan- og norðaustanlands, skúrir eða él annars staðar, en rigning fram eftir degi suðaustantil á landinu. Hægari suðlæg átt í nótt, él eða slydduél sunnan- og vestantil, en bjart með köflum norðaustan- og austantil. Vaxandi suðaustanátt í fyrramálið, 13-18 m/s um og eftir hádegi og slydda eða rigning, fyrst suðvestantil. Hvassari sunnanátt og rigning sunnantil undir kvöld. Hiti 0 til 7 stig, en víða vægt frost norðaustanlands seint í nótt.