Föstudagur 30. september 2005 kl. 09:36
Hvassviðri með skúrum

Klukkan 6 var austlæg átt, víða 15-20 m/s og rigning eða slydda, en hægari og úrkomulítið suðvestanlands. Svalast var við frostmark norðaustanlands, en hlýjast 8 stiga hiti í Skaftafelli.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Austan og síðar norðaustan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en norðlægari og léttir til síðdegis. Hiti 1 til 7 stig.