Íbúðin fylltist af steinolíureyk

Í dag hafði verið unnið við að spartla íbúðina og er blásarinn notaður til að þurrka íbúðina. Málarar gætu því þurft að mála einhverjar auka umferðir til að losna við reykjarlykt úr íbúðinni.
Verkefni slökkviliðsins var hins vegar einfalt. Gluggar voru opnaðir og steinolíureyknum hleypt út.
Mynd: Frá vettvangi í Engidal fyrir fáeinum mínútum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson