Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

IGS íhugar að fá starfsfólk frá útlöndum
Mánudagur 26. október 2015 kl. 12:54

IGS íhugar að fá starfsfólk frá útlöndum

- Til að anna ferðamannastraumnum næsta sumar

„Við erum komin inn í þessa tíma eins og fyrir hrun,“ segir Svala E. Guðjónsdóttir, forstöðumaður starfsmannaþjónustu IGS, eða Icelandair Ground Services sem er einn stærsti vinnustaðurinn á Suðurnesjum. Þar starfa nú um 670 manns. Fleiri starfa hjá IGS yfir sumarið og er fyrirtækið nú að skoða hvernig mæta eigi aukinni þörf á starfsfólki næsta sumar. „Þessa dagana erum við að skoða af alvöru að ráða til okkar fólk frá útlöndum, eins og reyndar mörg önnur fyrirtæki. Hjá okkur hefur mikið af skólafólki starfað yfir sumarið en nú byrja flestir skólar í ágúst og þá stendur ferðamannatíminn enn sem hæst.“

Svala segir hafa gengið ágætlega að ráða starfsfólk nú í haust. „Það hefur gengið vel að fá umsóknir um störf í farþegaafgreiðslu og þetta er smám saman að skríða saman með ráðningar starfsfólks við ræstingar á flugvélum.“ Í dag er mun meiri umferð um flugvöllinn á haustin og fram að jólum en áður og að sögn Svölu eru einnig mun fleiri farþegar í janúar og febrúar en tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Þó eru enn stórar sveiflur á milli árstíða og það mesta ekki búið í ágúst eins og áður fyrr. „Við höfum brugðist við þessu með því að fastráða fleiri.“

Viðreisn
Viðreisn