Íkveikja og innbrot
Kveikt var í bifreið við Vatnsholt í Reykjanesbæ í gækvöldi. Þegar lögregla og slökkvilið kom á staðinn var búið að slökkva mestan eldinn og kláraði slökkviliðið að slökkva í glæðunum. Lýsing sjónarvotta leiddi til handtöku mannins sem var fluttur í fangageymslu. Hann hefur áður komist í kast við lögin.
Tvö innbrot í heimahús í Reykjanesbæ voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld. Í seinna tilvikinu sáu nágrannar grunsamlegar mannaferðir við hús nágrannanns og létu lögreglu vita. Lögreglan brást skjótt við og handtók meintan innbrotsþjóf á vettvangi þar sem hann var búinn að fela sig í húsinu.