Innbrot í Grindavík

Þá var einnig brotist inn í í tvær bifreiðar sömu nótt. Önnur bifreiðin var á Sólvallagötu og var stolið úr henni geislaspilara, ásamt 15 geisladiskum, hleðslutæki fyrir síma og plastpoka sem í var barnafatnaður og leikföng.
Hin bifreiðin var við Ásabraut í Keflavík og var stolið úr henni tveimur ökuskírteinum.
Þrettán bifreiðar voru boðaðar til skoðunar vegna vanrækslu eigenda þeirra í gær og í nótt og skráningarnúmer voru tekin af þremur bifreiðum þar sem tryggingar voru í ólagi.