Innbrotið í FS upplýst

Við húsleitir á heimilum aðilanna, sem eru á aldrinum 16 ára til 41 árs, fannst nokkurt magn ætlaðs þýfis. Þar máti sjá nokkrar fartölvur sem stolið var í innbroti í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um s.l. helgi og skotfæri sem stolið var í innbroti í geymslu fjölbýlishúss í Keflavík fyrir stuttu. Rannsókn þessara mála er langt komin.