Fimmtudagur 13. apríl 2000 kl. 21:59
Íslendingur í Njarðvíkurslipp

Víkingaskipið Íslendingur hefur verið í slipp í Njarðvík í rúma viku.Þar er unnið að því að gera víkingaskipið sjóklárt vegna siglingar til Ameríku í tilefni af 1000 ára landafundaafmælinu.„Það þarf að strjúka skipinu með barnaolíu og snurfusa ýmislegt,“ sagði starfsmaður í slippnum í samtali við vf.is