Fréttir

Íslenskur „her“ á fjárlög
Þriðjudagur 3. desember 2002 kl. 12:27

Íslenskur „her“ á fjárlög

Gert er ráð fyrir 500 þúsund króna styrk til Bláa hersins á fjárlögum fyrir árið 2003. Blái herinn er flokkur kafara við Sportköfunarskóla Íslands sem hefur sagt rusli og drasli í höfnum Suðurnesja stríð á hendur. Í samstarfi við Hafnasamlag Suðurnesja og Hollustuvernd ríkisins hefur Tómas J. Knútsson köfunarkennari fengið sína menn til hreinunarátaks þar sem allar hafnir innan Hafnasamlags Suðurnesja verða hreinsaðar neðansjávar. Tómas segir að þessi styrkur muni styrkja baráttu Bláa hersins í baráttu sinni fyrir hreinna hafi og segir hann að styrkurinn sé mjög mikilvægur fyrir starfsemi Bláa hersins.