Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 18:43
Jarðskjálftar fundust skammt út frá Reykjanesi

Rétt eftir hádegi í dag fundust jarðskjálftar skammt út frá Reykjanesi. Samkvæmt upplýsingum sem jarðfræðingar Veðurstofunar hafa gefið út var skjálftahrinan á bilinu 1,5-2,7 á Richter en ekkert er þó talið óeðlilegt við skjálftana og fannst mjög lítið fyrir þeim.Skjálftarnir voru fjórir talsins og komu með stuttu millibili, sá seinasti klukkan 14:34. Meðfylgjandi mynd sýnir skjálftahrinuna á Reykjanesi í dag, en jarðskjálftarnir eru merktir með rauðum punktum.