Jólabarnið er drengur

Þegar blaðamaður VF leit við á fæðingardeildinni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var öll fjölskyldan þar samankomin en jóladrengurinn á tvö eldri systkini, Söndru Ýr Grétarsdóttur 8 ára og Daníel Leó Grétarsson 5 ára. Það fór ekki fram hjá neinum að þau voru stolt af litla bróður sem var drifinn í jólasveinabúning fyrir myndatökuna. Að sögn móðurinnar gekk fæðingin mjög vel, en hún tók aðeins tvo tíma eftir að hún kom á sjúkrahúsið.