Föstudagur 15. desember 2000 kl. 22:00
Jólasnjór, Jólasnjór?

Hann snjóar sem aldrei fyrr á Suðurnesjum og allt orðið hvítt að nýju eftir góðviðriskafla síðustu daga.Það er jólabragur á trjágróðri nágranna okkar hér á Víkurfréttum en samkvæmt veðurfréttum er óvíst hvort þetta sé hinn eini sanni jólasnjór því spáin gerir ráð fyrir hlínandi í næstu viku og rigningu.