Jólatónleikar Grindavíkurkirkju fara fram en spurningin er bara hvar
Kristján Hrannar Pálsson er organisti Grindavíkurkirkju og kórstjóri. Hann var mættur við opnun þjónustumiðstöðvarinnar í gamla tollhúsinu við Tryggvagötu í gær og er að undirbúa æfingar kirkjukórsins og barnakórs Grindavíkurkirkju, þar. Æfingar fyrir jólatónleikana þann 13. desember hafa staðið yfir síðan í september og þrátt fyrir stöðuna í Grindavík, munu tónleikarnir fara fram, bara spurning hvaða kirkja á höfuðborgarsvæðinu muni hreppa hnossið. Kristján var í spjalli við blaðamann Víkurfrétta og er hægt að hlusta á samtalið í spilaranum hér að neðan.

