Mánudagur 7. janúar 2002 kl. 16:13
Jólatrén bundin út á staur!

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar eru nú í óðaönn að taka niður jólaskreytingar í bænum. Hafa bæjarstarfsmenn verið út um allan bæ í dag og tekið niður bjöllur og skraut.Þeir bæjarbúar sem sjálfir geta ekki komið jólatrjám sínum í förgun geta fengið við það aðstoð hjá Þjónustumiðstöð. Nauðsynlegt er að binda tréin við ljósastaur eða grindverk á lóðarmörkum og hafa samband í síma 421 1552.