Mánudagur 19. september 2005 kl. 17:16
Jón Gunnarsson einn eftir í hreppsnefnd Voga

Töluverð breyting hefur orðið á hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps. Fulltrúar H-listans, þeir Birgir Þórarinsson og Kristinn Guðbjartsson, hafa óskað eftir leyfi fráhreppsnefnd vegna náms erlendis. Í stað þeirra koma Hanna Helgadóttir ogSigurður Kristinsson ný inn í hreppsnefnd.
Staðan í Vogum er því mjög merkileg og er Jón Gunnarsson oddviti þar einn eftir af þeim hreppsnefndarfulltrúum sem kosnir voru til setu í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps við síðustu sveitarstjórnarkosningar.