Fréttir

Jörð skalf í Grindavík
Þriðjudagur 30. ágúst 2016 kl. 09:20

Jörð skalf í Grindavík

Jarðskjálfti af stærð 3,4 mældist rétt norðan við Grindavík kl. 17:51 í gær og fannst hann í byggð.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar urðu tveir skjálftar skammt frá bænum. Sá fyrri varð 1,4 og sá seinni 3,4. Nálægðin við byggð skýrir trúlega hversu vel þeir fundust.