Sunnudagur 10. júní 2007 kl. 12:07
Kærður fyrir að aka í öfuga átt

Á kvöldvakt lögreglunnar á Suðurnesjum í gær voru þrír aðilar stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá er ók hraðast var á 135 km hraða þar sem leyfilegur hámakshraði er 90. Þá var einn ökumaður var kærður fyrir að aka í öfuga átt, þ.e. hann ók á móti einstefnu. Það er að sjálfsögðu ólöglegt og vítavert framferði.