Kalka verði fyrst leyst upp
- og aðildarsveitarfélögin eignist sinn hlut í Sorpu
Framvæmdastjóri Kölku hefur sent Sveitarfélaginu Vogum erindi um formlega afstöðu sveitarfélgsins til hugmyndar um sameiningu Kölku og Sorpu. Bæjarráð Voga tók málið til umfjöllunar á fundi sínum nýverið. Í afgreiðslu bæjarráðs segir:
„Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er fylgjandi því fyrir sitt leyti að áfram verði unnið að hugmyndum um sameiningu Kölku og Sorpu, á grundvelli þeirra forsendna sem fram hafa komið í viðræðum aðila. Sveitarfélagið Vogar telur mikilvægt að ef að sameiningu Kölku og Sorpu verður, verði Kalka fyrst leyst upp þannig að hvert og eitt aðildarsveitarfélaga Kölku eigi sinn eignarhlut í Sorpu, rétt eins og er raunin er með núverandi aðildarsveitarfélög Sorpu“.

