Kalt og stillt í dag

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Fremur hæg breytileg átt, en minnkandi norðlæg átt austantil. Dálítil él norðaustanlands, en léttskýjað að mestu í öðrum landshlutum. Gengur í vestan og suðvestan 5-10 m/s og þykknar upp vestantil í kvöld. Slydda eða snjókoma um landið vestanvert í nótt, en heldur hvassari og rigning á morgun. Vestlæg átt 5-10 og dálítil él austantil seinnipartinn á morgun. Frost 2 til 12 stig í dag, en síðan hægt hlýnandi veður. Hiti 0 til 6 stig vestanlands á morgun, en vægt frost norðan- og austantil.