Keflavíkurverktakar orðnir ATAFL

„Þetta er búið að vera í burðarliðnum nokkuð lengi, Keflavíkurverktakanafnið er óþjált. Í dag er fyritækið gjörbreytt og við erum að stilla upp nýrri framtíðarsýn,“ sagði Kári Arngrímsson, forstjóri ATAFLS, í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Við eigum gamla nafnið áfram og ef starfsemin fyrir sunnan eykst hjá okkur getur vel verið að Keflavíkurverktakanafnið verði notað þar enda þekkt nafn á Suðurnesjum,“ sagði Kári.
„ATAFL er sterkt nafn tengt atvinnu, við vorum með nafnasamkeppni á meðal starfsmanna en svo kom ATAFL upp í umræðunni og varð fyrir valinu. Viðbrögðin við breytingunni hafa verið góð en með þessu er ekki verið að kasta rýrð á gamla nafnið heldur horfa til framtíðar,“ sagði Kári að lokum.