Fréttir

Kennarar kveðja nemendur sína í Heiðarskóla
Fimmtudagur 9. júní 2005 kl. 16:43

Kennarar kveðja nemendur sína í Heiðarskóla

Skólaslit Heiðarskóla fóru fram í dag. Að því tilefni kvöddu kennarar nemendur sína og var stutt í tárin hjá nokkrum þeirra. Enda erfitt að kveðja nemendur og félaga sína sem hafa verið samferða svo lengi.

Kennarar héldu stutta tölu og nefndu nokkur atriði sem þeim fannst mikilvægt fyrir ungmennin að muna. Gunnar Þór Jónsson, skólastjóri sagði að árangur þeirra á samræmdu prófunum hefði lítið að segja um framtíð þeirra, enda gætu slík próf ekki metið mannkosti. Það væri í þeirra höndum að skapa sér það líf sem þau vilja. Kennarar Heiðarskóla voru á eitt sammála að framtíðin væri björt með þessa einstaklinga úti í samfélaginu.


Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu við útskrift úr 10. bekk:
        Birna Ásgeirsdóttir  Íslenska  
        Natan Freyr Guðmundsson  Enska  
        Birna Ásgeirsdóttir  Danska  
        Kristófer Arnar Magnússon  Stærðfræði  
        Kristófer Arnar Magnússon  Náttúrufræði  
        Natan Freyr Guðmundsson  Samfélagsfræði  
        Anna Rún Jóhannsdóttir  Íþróttir og sund  
        Arnar Ingi Guðmundsson  Íþróttir og sund  
        María Sigurborg Kaspersma  Glerlist  
        Jenný Hildur Ómarsdóttir  Myndlist  
        Arnar Ingi Guðmundsson  Heimilisfræði  
        Anna Rún Jóhannsdóttir  Störf í nemendaráði  
        Steinunn Ýr Jónsdóttir  Ástundun, framkoma, framfarir og áhugi  
        Ragnar Örn Rúnarsson  Ástundun, framkoma, framfarir og áhugi