Sunnudagur 19. september 2004 kl. 12:37
Keyrði á steinvegg í Garði

Umferðaróhapp varð á gatnamótum Urðarbrautar og Heiðarbrautar í Garði rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Ökumaður sem var að beygja af Heiðarbraut inn á Urðarbraut náði ekki beygjunni og lenti bifreiðin á steinvegg. Ekki urðu slys á fólki.
Í gærdag voru þrír ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að mæta ekki með bifreið sína til skoðunar á réttum tíma.