Kippur á fasteignamarkaði
Fasteignamarkaður á Suðurnesjum tók smá kipp í síðustu viku eftir mikil rólegheit vikurnar á undan. Alls var 12 kaupsamningum þinglýst í vikunni en meðaltal síðustu 12 vikna hefur verið 4 samningar á viku. Af þessum 12 samningum voru sjö um eignir í fjölbýli, fjórir samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 173 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,4 milljónir króna.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma var 86. Tólf kaupsamningum var þinglýst á Akureyri og fimm á Árborgarsvæðinu.
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft yfir Innri-Njarðvík.