Klippt af 20 ökutækjum
Lögreglan í Suðurnesjum klippti númeraplötur af 20 ökutækjum í gærkvöldi og nótt í sérstöku átaki gegn ótryggðum ökutækjum. Eigendum ökutækjanna verður send tilkynning í kjölfarið þar sem er uppálagt að koma málum sínum í betra horf.