Miðvikudagur 23. ágúst 2006 kl. 16:43
Kominn af gjörgæsludeild

Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bílslysinu á Garðskagavegi þar sem tveir aðrir létust er kominn af gjörgæsludeild yfir á bæklunardeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss.
Maðurinn slasaðist alvarlega þegar tveir bílar skullu saman á Garðskagavegi og samkvæmt vakthafandi lækni á bæklunardeild Landsspítalans er líðan mannsins eftir atvikum.