Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kvartmíluklúbburinn vígir nýja braut
Fimmtudagur 30. júlí 2015 kl. 08:00

Kvartmíluklúbburinn vígir nýja braut

-driftarar sýna listir sínar

Kvartmíluklúbburinn vígði nýja hringakstursbraut í Kaplahrauni í þriðju umferð Íslandsmótsins sem fram fór um síðustu helgi.

Driftarar Atli Odinsson, Birgir Sigurðsson, Jökull Þór Kristjánsson og Fannar Þór skemmtu mótsgestum með akstri á brautinni en hringaksturinn verður opnaður fyrir æfingar klúbbmeðlima KK í ágúst.

Þeir sem hafa áhuga á því að keyra brautina eru hvattir til þess að fylgjast með á síðum klúbbsins þar sem æfingar verða auglýstar.

Næsta Íslandsmót fer fram 29. ágúst og mánudaginn 10 ágúst verður opinn æfingardagur fyrir mótorhjól á kvartmílubrautinni, þar sem MSÍ býður öllum sem eiga hjól, galla og hjálm að prufa að keyra kvartmílu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024