Sunnudagur 7. október 2007 kl. 08:49
Kveikt í ruslagámi í Grindavík

Í gærkvöld var kveikt í ruslagámi, sem stóð við verslunina Nettó við Víkurbraut í Grindavík. Slökkviliðið Grindavíkur kom á staðinn og slökkti eldinn. Engar skemmdir urðu á verslunarhúsnæðinu en gámurinn skemmdist talsvert. Málið er í rannsókn.