Mánudagur 13. júní 2005 kl. 09:48
Kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu

Lögreglan í Keflavík rannsakar nú hvort nauðgun eða misneyting hafi átt sér stað um helgina en óskað var eftir aðstoð lögreglunnar eftir hádegi í gær við hús í Reykjanesbæ. Lögreglan í Keflavík staðfesti þetta við Víkurfréttir nú fyrir skömmu.
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er fólkið sem um ræðir bæði um tvítugt en kunningi stúlkunnar tilkynnti atvikið til lögreglu. Er búist við því að kæra verði lögð fram í dag.