Lækningalind fékk byggingarverðlaun

Arkitektafélag Íslands stendur fyrir verðlaununum, en styrktaraðili þeirra er Þyrping hf.
Í umsögn dómnefndar um lækningalindina segir m.a.: „Með öguðu efnisvali og formi hússins eru dregin fram skörp skil á milli geómetrískra forma byggingarinnar og lífrænna forma náttúrunnar sem vekja sterk hughrif. Sérkennilegt andrúmsloftið endurspeglast í óvæntum samsetningum og frágangi þar sem grænu gleri og dökkri hraunklæðningu er teflt gegn hlýlegum viði. Öll smáatriði eru leyst á vandaðan hátt sem fellur að yfirbragði heildarinnar.“
51 verkefni var tilnefnt til verðlaunanna en fækkað hafði verið niður í 10 fyrir lokahátíðina. Í þeim hópi var m.a. hús Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ.