Landburður af fiski
Það hefur verið landburður af fiski í Grindavík og Sandgerði síðustu daga. Veiðin hefur verið hreint ævintýraleg. Línubátar sem róa frá Grindavík hafa jafnvel þurft að landa tvisvar á dag.
Þannig hafa þeir komið í land að morgni og landað og fara svo út aftur til að klára að draga línuna. Svo eru þeir aftur í landi síðdegis.
Fiskvinnsluhúsin eru jafnframt full af fiski og mikil vinna og langir vinnudagar. Myndin er tekin við Grindavíkurhöfn síðdegis á mánudaginn.
VF-myndir: Hilmar Bragi


Þannig hafa þeir komið í land að morgni og landað og fara svo út aftur til að klára að draga línuna. Svo eru þeir aftur í landi síðdegis.
Fiskvinnsluhúsin eru jafnframt full af fiski og mikil vinna og langir vinnudagar. Myndin er tekin við Grindavíkurhöfn síðdegis á mánudaginn.
VF-myndir: Hilmar Bragi




