Viðreisn
Viðreisn

Fréttir

Landsnet ver einum og hálfum milljarði í Helguvík
Laugardagur 10. október 2015 kl. 09:41

Landsnet ver einum og hálfum milljarði í Helguvík

Landsnet fjárfestir á Suðurnesjum fyrir um einn og hálfan milljarð króna á þessu ári í því að leggja jarðstreng frá Fitjum að Helguvík og í byggingu tengivirkis í Helguvík.

Verkefnið sem um ræðir er lagning 132 kV strengs milli Fitja og Helguvíkur en strengurinn ásamt tengivirkinu Stakki í Helguvík, sem Landsent er líka að láta byggja, eru liðir í því að uppfylla samning Landsnets um flutning raforku til kísilvers United Silicon sem verið er að reisa í Helguvík. Á tengingin að vera tilbúin 1. febrúar 2016.

Byggingaframkvæmdum við Stakk lýkur um áramót og lagningu strengsins nokkru fyrr eða um þessar mundir. Jarðstrengurinn er alls um 8.5 km langur og liggur hann frá Fitjum og í átt að flugvallarsvæðinu og að hluta til innan þess, áður en hann þverar Reykjanesbrautina í áttina til Helguvíkur. Hafa aðstæður við lagningu hans um margt verið krefjandi og má þar t.d. nefna vinnu við þveranir undir vegi ásamt meiri klapparvinnu við skurðgröft en reiknað var með.

Íslenskir aðalvertakar byggja tengivirkið og ÍSTAK leggur strenginn.

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Ingólf Eyfells, verkefnisstjóra Landsnets, um þær framkvæmdir sem fyrirtækið stendur nú fyrir í Reykjanesbæ.

Viðreisn
Viðreisn