Fréttir

Launamisrétti verði útrýmt hjá Reykjanesbæ
Mánudagur 29. maí 2006 kl. 16:39

Launamisrétti verði útrýmt hjá Reykjanesbæ

Sjö prósenta munur er á meðalheildarlaunum karla og kvenna sem starfa hjá Reykjanesbæ, samkvæmt jafnréttislaunakönnun sem unnin var fyrir Fjölskyldu- og félagsmálaráð.
Könnunin leiðir í ljós að aukagreiðslur eru hærri til karla og munur á dagvinnulaunum er 2,4%. Ráðið fagnar því að að jafnréttislaunakönnun liggi fyrir hjá Reykjanesbæ og beinir því til bæjaryfirvalda og starfsmanna sem vinna að jafnréttismálum hjá sveitarfélaginu, að greina með hvaða hætti megi útrýma launamisrétti með öllu hjá bænum.