Laust í Sumarfjör Fjörheima

Markmið Sumarfjörs er að bjóða 13 ára unglingum í Reykjanesbæ upp á markvisst tómstundastarf, sem lið í auknu forvarnarstarfi; að bjóða upp á fjölbreytilega starfsemi þannig að flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi; að unglingar fái tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum frá öðrum hverfur bæjarins og að unglingar kynnist fjölbreyttum möguleikum til útivistar á Suðurnesjum
Þátttökugjald er 3.000 krónur og fer skráning og greiðsla fram í Fjörheimum, Hjallavegi 2. Þar er einnig hægt að nálgast frekari upplýsingar, einnig á www.fjorheimar.is og í síma 421 2363 og 898 1394.