Fréttir

Leigja þrjá kjörklefa
Sunnudagur 27. apríl 2014 kl. 09:08

Leigja þrjá kjörklefa

Kjörstjórn í Sveitarfélaginu Garði hefur óskað eftir heimild til þess að leigja þrjá kjörklefa fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí nk. 
 
Í fundargerð bæjarráðs Garðs kemur fram að kostnaður við leiguna er áætlaður kr. 30.000, auk skatts. Bæjarráð samþykkti samhljóða að veita kjörstjórn umbeðna heimild þannig að Garðmenn geti kosið við sómasamlegar aðstæður í lok maí.