Þriðjudagur 26. febrúar 2002 kl. 22:37
Leitin að Snorra hefur engan árangur borið

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leituðu skipverjans sem saknað er af Bjarma VE í dag. Leitað var á þekktum rekstöðum á Suðurströndinni. Leit bar ekki árangur. Skipverjinn af Bjarma sem er saknað heitir Snorri Norðfjörð Haraldsson, til heimilis að Hringbraut 66 í Reykjanesbæ.