Föstudagur 28. september 2007 kl. 17:26
Lenti með veikan farþega

Airbus A330 farþegaþota bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines á leið frá Amsterdam til Minneapolis millilenti á Keflavíkurflugvelli á þriðja tímanum í dag með veikan farþega. Öryggisviðbúnaður var á flugvellinum við lendingu vélarinnar sem hlaðin var eldsneyti til langferðar og því umtalsvert þyngri en venjan er. Farþeginn var fluttur frá borði og á sjúkrahús. Flugvélin tók viðbótareldsneyti, enda dýrt spaug að þurfa að millilenda á svo langri leið, og er búist við að hún haldi áfram för sinni síðdegis.