Fréttir

Létt yfir í dag
Sunnudagur 28. október 2007 kl. 09:01

Létt yfir í dag

Á Suðurnesjum féll fyrsti snjórinn í nótt og rétt er að vara við hálku sem var víða mikil í morgun.

Það verður norðaustan gola við Faxaflóann og léttir til í dag. Dálítil snjókoma eða él síðdegis á morgun. Víða frostlaust að deginum, annars 0 til 5 stiga frost.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Suðustan 13-18 m/s og víða slydda eða rigning, en snjókoma á Norður- og Austurlandi. Snýst í vestanátt sunnanlands um kvöldið. Hiti 1 til 6 stig sunnan- og vestanlands, en annars vægt frost.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og skúrir sunnanlands, en snýst í norðaustanátt með slyddu eða snjókomu norðan til. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:
Hægur vindur, bjart og kalt veður, en gengur í austanhvassviðri með snjókomu eða slyddu um kvöldið.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljagangi norðanlands, en björtu syðra. Kalt veður.

Á laugardag:
Snýst líklega í sunnanátt og hlýnar.