Léttir til síðdegis

Klukkan 6 í morgun var hæg suðlæg átt á landinu. Skýjað að mestu og þurrt austanlands og á Vestfjörðum en annars rigning. Hiti var 1 til 11 stig, svalast á Brú á Jökuldal, en hlýjast á Vatnsskarðshólum.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Hæg suðaustlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, en snýst í norðvestan golu og léttir heldur til síðdegis. Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun og skýjað með köflum. Hiti 7 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:
Fremur hæg breytileg átt og dálítil rigning eða í skúrir. Léttir víða til S- og V-lands í kvöld. Hæg breytileg átt á morgun. Væta austanlands í fyrramálið en annars skýjað með köflum á landinu. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast sunnan til.