Léttir til síðdegis

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Minnkandi norðanátt, en vaxandi suðaustanátt SV-til undir kvöld. Skúrir norðaustantil, en víða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 12 til 18 stig syðra, en 8 til 12 stig fyrir norðan.
Á föstudag:
Hvöss austanátt með talsverðri rigningu, en hægari og þurrt fyrir norðan fram á kvöld. Milt í veðri.
Á laugardag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðanlands.