Léttir til síðdegis

Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða skúrir og síðar él, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 1 til 8 stig.
Á mánudag:
Norðvestanátt og léttir til, en él fram eftir degi N-lands. Frystir víða um land.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir, en þurrt A-lands. Hiti 2 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg og síðar norðlæg átt. Rigning sunnantil á landinu, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Kólnandi veður.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt og kalt. Víða él, en þurrt S-lands.