Léttskýjað í dag

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðlæg átt í dag, víða 5-10 m/s, en norðvestan 10-15 við austurströndina. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt á morgun. Skýjað með köflum á Norðurlandi og líkur á stöku éljum, en léttskýjað í öðrum landshlutum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.